Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. nóvember 2017 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Írlands og Danmerkur: Sæti á HM í húfi
Eriksen byrjar að sjálfsögðu.
Eriksen byrjar að sjálfsögðu.
Mynd: Getty Images
Írland og Danmörk mætast í seinni leik sínum í umspili fyrir HM í kvöld. Leikurinn fer fram í Dyflinni en fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli í gæðalitlum leik á Parken.

Annað þessara liða veitir Íslandi félagsskap á HM í Rússlandi á næsta ári en ljóst er að markajafntefli mun koma Dönum áfram. Írar þurfa að vinna til þess að Ísland eigi möguleika á að vera í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM 1. desember.

Sjá einnig:
Ísland heldur með Írlandi og Nýja-Sjálandi

Danir eru sjö stigum fyrir ofan Írland á heimslistanum en Darren Randolph, markvörður Íra, kom í veg fyrir að þeir næðu að skora í fyrri leiknum í Kaupmannahöfn.

Andreas Christensen, leikmaður Chelsea, kemur inn í byrjunarlið Dana og Youssuf Poulsen, leikmaður RB Leipzig, byrjar einnig.

Írar endurheimta David Meyler úr leikbanni.

Hér að neðan eru bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Írlands: Randolph, Ward, Clark, Duffy, Christie, Meyler, Hendrick, Brady, Arter, McClean, Murphy.

Byrjunarlið Dana: Schmeichel; Christensen, Kjær, Bjelland, Stryger Larsen, Kvist, Delaney, Poulsen, Eriksen, Sisto, Jorgensen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner