Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. nóvember 2017 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
24 ára gamall Lukaku bætti markamet Belgíu
Lukaku fagnar í kvöld.
Lukaku fagnar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku skoraði eina mark Belgíu í 1-0 sigri á Japan í vináttulandsleik þetta þriðjudagskvöldið.

Lukaku bætti markamet belgíska landsliðsins með markinu. Það hefur vaktið athygli þar sem Lukaku er aðeins 24 ára gamall.

Lukaku jafnaði markametið hjá belgíska landsliðinu á föstudag þegar hann skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli gegn Mexíkó. Hann skoraði svo aftur í kvöld og bætti metið sem hefur staðið lengi.

Hann hefur nú skorað 31 landsliðsmark.

Stuðningsmenn Manchester United vona eflaust að Lukaku taki markaskóna með sér úr landsliðsverkefninu. Hann hefur ekki skorað síðan í lok september fyrir United.



Athugasemdir
banner
banner
banner