fös 17. nóvember 2017 19:30
Magnús Már Einarsson
Ásta og Sólveig framlengja við Breiðablik
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hafa báðar skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Ásta Vigdís kom til félagsins árið 2012 þá 16 ára gömul. Ásta hefur spilað 20 landsleiki með U17 og U19 og var valin á dögunum í U23 landslið Íslands sem kemur saman undir lok nóvember mánaðar.

Ásta hefur öðlast dýrmæta reynslu í meistaraflokki en hún hefur spilað með ÍA, Fylki, HK/Víking og Augnablik sem lánsmaður undanfarin ár. Í sumar lék Ásta með Fylki en alls hefur hún leikið 64 meistaraflokksleiki.

Sólveig er fædd árið 2000 og er enn aðeins 16 ára en hefur nú þegar komið við sögu í 17 leikjum hjá meistaraflokki Breiðabliks.

Hún lék 13 leiki í sumar og skoraði sitt fyrsta mark með eftirminnilegum hætti gegn KR í Frostaskjóli í lok ágúst. Árin 2015 og 2016 var hún að mestu leyti að spila með Augnabliki þar sem hún lék 18 leiki og skoraði 9 mörk.

Sólveig á 15 leiki með U17 og var í haust valin í U19 landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Sólveig lét ekki þar við sitja því hún var nú í nóvember valin í U23 ára landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner