fös 17. nóvember 2017 18:26
Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Hendrickx í Breiðablik (Staðfest)
Hendrickx í leik með FH gegn Breiðabliki í sumar. Hann spilar í græna búningnum á næsta tímabili.
Hendrickx í leik með FH gegn Breiðabliki í sumar. Hann spilar í græna búningnum á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að belgíski hægri bakvörðurinn Jonathan Hendrickx sé genginn í raðir félagsins.

Hendrickx var einn af lykilmönnum í meistaraliði FH 2015 og 2016 en gekk síðasta sumar til liðs við portúgalska 1. deildarliðið Leixões.

Áður en hann gekk til liðs við FH-inga árið 2014 lék hann með hollenska 1. deildarliðinu Fortuna Sittard.

Jonathan sem er 23 ára gamall leikur yfirleitt í stöðu hægri bakvarðar.

Belginn var fastamaður í FH-liðinu 2015 og 2016 og átti stóran þátt í meistaratitlum liðsins bæði árin.

Jonathan Hendrickx kemur til landsins 1. desember og byrjar þá æfingar með Blikaliðinu.

,Það þarf vart að taka fram hversu mikill hvalreki þetta er fyrir Blika og fagna allir stuðningsmenn félagsins þessum félagaskiptum," segir í tilkynningu félagsins.

Ágúst Gylfason þjálfar Breiðablik á komandi tímabili en hann tók við af Milos Milojevic sem stýrði liðinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner