Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 17. nóvember 2017 20:30
Helgi Fannar Sigurðsson
Oxlade-Chamberlain: Þurfti tíma til að venjast
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Liverpool
Alex Oxlade-Chamberlain viðurkennir að hann hafi þurft góðan tíma til að venjast nýjum þjálfunaraðferðum eftir að hann kom til Liverpool frá Arsenal undir lok félagsskiptagluggans í ágúst.

Chamberlain byrjaði sinn fyrsta leik með Liverpool í úrvalsdeildinni í 4-1 sigri á West Ham á dögunum, hann skoraði einnig mark í leiknum og virðist hann vera á réttri leið með liðinu.

„Þetta hefur verið breyting fyrir mig, þegar þú kemur í nýtt lið þá langar þig auðvitað að spila vel alveg frá upphafi, það gekk kannski ekki svo vel hjá mér," sagði Chamberlain.

„Ég hef svo auðvitað þurft að venjast nýjum leikstíl hjá nýjum þjálfara eftir að ég kom hingað."

Í kjölfar þess að vera að spila lítið hjá Liverpool var Chamberlain svo ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Brasilíu og Þýskalandi á dögunum. Hann kippti sér ekki of mikið upp við það.

„Ég einbeiti mér aðallega á Liverpool núna, ég vil standa mig vel hér til að eiga sæti í landsliðinu skilið."

"Það er þó mikilvægt að standa mig vel og komast í enska landsliðið þar sem HM er næsta sumar."


Liverpool mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner