Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 20:55
Helgi Fannar Sigurðsson
Coleman hættir með Wales til að taka við Sunderland (Staðfest)
Chris Coleman.
Chris Coleman.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Chris Coleman hefur ákveðið að hætta með Wales til að taka við Sunderland. Sky Sports greinir frá þessu.

Coleman mætir til starfa á sunnudaginn og mun stýra sínum fyrsta leik með Sunderland á þriðjudag gegn Aston Villa.

Coleman á að hafa fundað með knattspyrnusambandi Wales á síðustu 24 klukkustundum. Honum mistókst að koma liðinu á HM í Rússlandi næsta sumar.

Coleman stýrði Wales í fimm ár, hann kom liðinu meðal annars alla leið í undanúrslit á EM í Frakklandi í fyrra.

Sunderland ræddi líka við Michael O'Neill, stjóra Norður-Íra sem og Paul Heckingbottom, stjóra Barnsley um að taka við starfinu.

O'Neill er ekki talinn hafa haft áhuga á starfinu og Sunderland hætti við Heckingbottom.

Sunderland er á botni ensku Championship-deildarinnar og er nýja starfið hans Coleman því verðugt verkefni.
Athugasemdir
banner
banner