Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. nóvember 2017 07:00
Helgi Fannar Sigurðsson
Man Utd hefur enn áhuga á Bale þrátt fyrir meiðslavandræði
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur áhuga á að fá Gareth Bale, leikmann Real Madrid, þrátt fyrir regluleg meiðslavandræði kappans.

Guardian greinir frá þessu í morgun.

Bale hefur ekki leikið fyrir Real síðan í lok september og einungis spilað 40 af síðustu 60 leikjum liðsins, vegna meiðsla.

Bale spilaði fyrir Tottenham áður en hann fór til Real en hann varð ekki næstum því jafn oft meiddur hjá fyrrnefnda liðinu og trúir United að hann geti aftur orðið sami leikmaður hjá þeim og hann var hjá Tottenham.

Samningur Bale rennur ekki út fyrr en 2022 og er klásúla í samningnum sem segir að lið mega kaupa hann fyrir 1 milljarð evra!

Það er þó ljóst að vegna meiðslavandræða hans myndi Real aldrei rukka svo háa upphæð fyrir leikmanninn, skildu þeir selja hann.


Athugasemdir
banner