lau 18. nóvember 2017 09:00
Helgi Fannar Sigurðsson
Pochettino: Myndi ekki skipta árangri Tottenham út fyrir FA-bikara Arsenal
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er byrjaður að skjóta á Arsenal fyrir grannaslag liðanna í dag.

Pochettino talar um að hann myndi ekki skipta út árangri Tottenham á síðasta tímabili, þar sem liðið hafnaði í 2.sæti, fyrir FA-Bikarinn sem Arsenal vann í vor.

Pochettino hefur fyrr á tímabilinu sagt að hann vilji einbeita sér á ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina í stað þess að reyna að vinna „minni" bikara.

„Við höfum gert það gott og viljum gera enn betur. Við viljum vera í fyrsta sæti en ekki öðru, ásamt því að reyna að vinna bikarkeppnir auðvitað," sagði Pochettino.

„Ég virði Arsene Wenger og það sem hann er að gera hjá Arsenal en við erum á öðrum stað í verkefnum okkar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner