lau 18. nóvember 2017 08:50
Elvar Geir Magnússon
Chelsea skoðar Skriniar - Man Utd gerir tilboð í Rose
Powerade
Danny Rose er orðaður við United.
Danny Rose er orðaður við United.
Mynd: Getty Images
Til Tyrklands?
Til Tyrklands?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn mættur eins og venja er. BBC tók saman.

Manchester United mun reyna að kaupa Gareth Bale (28) frá Real Madrid næsta sumar. (Daily Mirror)

Njósnarar frá Chelsea verða á leik Inter gegn Atalanta á morgun til að fylgjast með tveimur leikmönnum Inter. Það eru miðvörðurinn Milan Skriniar (22) og miðjumaðurinn Antonio Candreva (30). (FC Internews)

Stefano Sturaro (24), miðjumaður Juventus, er ekki nalægt því að fara til Newcastle þrátt fyrir fréttir þess efnis. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins. (Evening Chronicle)

Napoli hefur blandað sér í baráttuna um varnarmanninn Aaron Martin (20) hjá Espanyol en Manchester City og Manchester United hafa verið að fylgjast með honum. (Sport)

Bayern München er nálægt því að tryggja sér sóknarmanninn Sandro Wagner (29) hjá Hoffenheim. (Daily Mail)

Manchester United mun reyna að kaupa Danny Rose (27), vinstri bakvörð Tottenham, í janúarglugganum. (Sun)

Tyrkneska félagið Galatasaray hefur áhuga á að fá Marouane Fellaini (29) frá Manchester United í januar. (Sun)

Antonio Conte segist ætla að halda skegginu á meðan Chelsea er að vinna leiki. (Evengin Standard)

Conte kemur Danny Drinkwater (27) til varnar og segir að hann hafi ekki spilað fyrir England vegna meiðsla. Gareth Southgate landsliðsþjálfari hafði sagt að Drinkwater hefði hafnað sæti í hópnum. (Daily Express)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Spurs verði alltaf með kjarna enskra leikmanna á meðan hann sé stjóri. (ESPN)

Darren Fletcher, fyrrum miðjumaður Manchester United, segir að það hafi verið erfiðara að æfa gegn Roy Keane og Paul Scholes en að spila leiki í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Record)

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, segir að Real Madrid hafi tekið alla efnilegustu leikmennina í spænska boltanum. (Marca)

Florian Lejeune, varnarmaður Newcastle, gagnrýnir sóknarmanninn Harry Kane fyrir að hafa orðið valdur að því að vera sex vikur á meiðslalistanum. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner