Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 19. nóvember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Penninn á lofti hjá Leikni F. - Fjórir semja
Hilmar verður spilandi aðstoðarþjálfari.
Hilmar verður spilandi aðstoðarþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Undirbúningur næsta tímabils er kominn á fullt hjá meistaraflokki karla." Svona hefst fréttatilkynning sem birtist á heimasíðu Leiknis Fáskrúðsfirði í gær, laugardag.

Leiknir F. hefur framlengt samning við Amir Mehica markvarðarþjálfara. Hann verður áfram í því starfi.

Síðan hefur Hilmar Freyr Bjartþórsson verið ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari Viðars Jónssonar hjá félaginu. Hilmar mun auk þess sjá um styrktarþjálfun hjá liðinu.

Í gær skrifuð þrír leikmenn undir samninga; fyrrnefndur Hilmar, Dagur Ingi Valsson og Marteinn Már Sverrisson.

Hilmar á að baki 141 leik með Leikni og hefur skorað í þeim 38 mörk.
Dagur og Marteinn eru báðir fæddir 1999 og því enn í 2. flokki en báðir stigu sín fyrstu skref í Inkasso-deildinni í sumar. „Leiknir væntir mikils af þessum efnilegu drengjum."

Leiknir F. féll úr Inkasso-deildinni í sumar og mun spila í 2. deild þegar næsta tímabil gengur í garð.
Athugasemdir
banner
banner
banner