banner
   sun 19. nóvember 2017 07:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Fyrsta enska þrenna tímabilsins kom í gær
Callum Wilson fagnar.
Callum Wilson fagnar.
Mynd: Getty Images
Það var ekki fyrr en í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið sem enskum leikmanni tókast að skora þrennu.

Callum Wilson er Englendingurinn sem um ræðir en hann skoraði mörkin þrjú í, 4-0 sigri Bournemouth á Huddersfield í gær.

Þetta voru einnig hans fyrstu deildarmörk á tímabilinu en hann var að byrja sinn þriðja leik á tímabilinu í gær.

Þrír markahæstu Englendingarnir á þessu tímabili eru þeir, Harry Kane með átta mörk, Raheem Sterling með sjö og sá þriðji er Jamie Vardy en hann er búinn að skora sex mörk. Alls eru 20 enskir markaskorarar komnir á blað á tímabilinu 2017/18.




Athugasemdir
banner
banner