Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. nóvember 2017 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi hrósar Unsworth: Sjálfstraustið er að koma aftur
Gylfi í baráttu í gær.
Gylfi í baráttu í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Eftir að hafa lent tvisvar undir á útivelli, þá tekurðu stigið," sagði Gylfi Sigurðsson eftir 2-2 jafntefli Everton gegn botnliði Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton og fékk misjafna dóma fyrir frammistöðu sína.

Sjá einnig:
Gylfi fær miklar skammir þrátt fyrir stoðsendingu

„Við gerðum okkur erfitt fyrir í byrjun en við getum heilt yfir verið ánægðir," sagði Gylfi.

„Það er svo sannarlega karakter í þessu liði og vilji til að berjast. Við sýndum það í dag (í gær) og gegn Watford, en við verðum að byrja leiki betur og ná inn fyrsta markinu. Við erum að ná aftur upp sjálfstrausti og við vitum það, að ef við lendum marki undir þá erum við alltaf að fara að verða með í leiknum."

Everton hefur ekki byrjað tímabilið vel, en Gylfi hefur trú á því að liðið geti snúið blaðinu við.

„Við höfum ekki verið góðir í upphafi tímabilsins, en leikmennirnir eru staðráðnir í að snúa genginu við. Við höfum verið að leggja hart að okkur undanfarnar vikur. Markmiðið í dag (í gær) var að vinna annan leikinn í röð sem tókst ekki, en við erum óðum að nálgast þann stað sem við eigum að vera á," sagði Gylfi.

Gylfi hrósaði að lokum David Unsworth, sem hefur stýrt Everton í undanförnum leikjum, síðan Ronald Koeman var rekinn.

„Stjórinn hefur verið að standa sig mjög vel. Hann er búinn að koma okkur í gott líkamlegt form og undir hans stjórn höfum við verið breyta genginu. Sjálfstraustið er að koma aftur."

„Við unnum síðasta leik og gerðum jafntefli í þessum, þetta er að lagast. Hann (Unsworth) hefur ekki aðeins komið með baráttuvilja inn í liðið, hann hefur líka náð að skipuleggja okkur og hann kemur því vel til skila. Hann segir við okkur að hann trúi á okkur og að við séum nógu góðir. Við vitum það og verðum að standa okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner