Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. nóvember 2017 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Matti Villa og Rosenborg fengu meistarabikarinn þriðja árið í röð
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson hefur verið frá í einhvern tíma sökum meiðsla en varð engu að síðu Noregsmeistari með Rosenborg fyrr í mánuðinum.

Rosenborg spilaði síðasta heimaleik tímabilsins í dag og lagði botnlið Viking 2-0. Matthías fagnaði með liðinu að leikslokum, en þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hann fagnar titlinum með félaginu.

Félagið hafði ekki unnið deildina í fjögur ár þegar Matthías kom og hefur hann síðan þá leyst ýmsar stöður af hólmi og skorað 14 mörk í 59 deildarleikjum.

Áður en hann fór til Rosenborg hafði Matti gert 23 mörk í 66 leikjum fyrir Start.

3 years in a row🍾👌

A post shared by Matthias Vilhjalmsson (@mattivilla) on


Athugasemdir
banner
banner