Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. nóvember 2017 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Markverðirnir í bullinu í jafntefli Sunderland og Millwall
Mynd: Getty Images
Sunderland hefur gengið herfilega á tímabilinu og er félagið á botni Championship deildarinnar, með einn sigur eftir sautján umferðir.

Chris Coleman var ráðinn sem stjóri félagsins fyrr í dag og fær hann það erfiða verkefni að rétta úr kútnum og bjarga liðinu frá falli.

Coleman horfði á úr stúkunni er félagið gerði 2-2 jafntefli við Millwall í stórfurðulegum leik fyrr í dag og hlýtur hann að gera sér grein fyrir erfiðleika verkefnisins sem er framundan.

Öll fjögur mörk leiksins komu eftir mögnuð markmannsmistök sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.





Athugasemdir
banner
banner
banner