Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. nóvember 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Benzema kominn með nóg af því að vera gerður að blóraböggli
Benzema hefur aðeins skorað tvö mörk í þrettán leikjum á tímabilinu.
Benzema hefur aðeins skorað tvö mörk í þrettán leikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er sagður vera kominn með nóg af því að honum sé kennt um vandræðaganginn fyrir framan mark andstæðingana á þessu tímabili.

Diario Gol segir að Benzema telji að Cristiano Ronaldo og Zinedine Zidane sleppi ótrúlega frá gagnrýni.

Samkvæmt fréttum þá fundaði Benzema með forseta Real Madrid, Florentino Perez, til að létta af sér.

Eftir markalaust jafntefli gegn Atletico Madrid um helgina er Real Madrid tíu stigum frá toppliði Barcelona.

Ronaldo hefur skorað aðeins eitt deildarmark á þessu tímabili en Benzema ku vera pirraður yfir því að Zidane fari léttum höndum um Ronaldo, sem er skærasta stjarna liðsins.

Það er mikill skjálfti í herbúðum Real Madrid og Mundo Deportivo segir að forráðamenn félagsins telji að liðið hafi farið illa út úr ákvörðunum dómara. Sagt er að þeir telji að liðið hafi misst af níu stigum vegna dómgæslunnar.

Í leiknum gegn Atletico Madrid kallaði Real eftir vítaspyrnu í þrígang og vildi einnig fá rauð spjöld á leikmenn Atletico.

„Ég ætla ekki að ræða dómarana lengur. Þrjár eða fjórar vítaspyrnur, hvað veit ég? Svona gerist í fótbolta," sagði vinstri bakvörðurinn Marcelo eftir jafnteflið gegn Atletico.

Sjá einnig:
Það gengur lítið upp hjá BBC sóknartríóinu - Aðeins fjögur mörk skoruð í deild
Athugasemdir
banner
banner
banner