Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. nóvember 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
RÚV útilokar ekki að fá Gumma Ben á láni
Gummi Ben vakti heimasathygli í Frakklandi.
Gummi Ben vakti heimasathygli í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Björnsson, yfirmaður íþróttadeildar hjá RÚV, segir ekki útilokað að RÚV reyni að fá Guðmund Benediktsson á láni frá 365 í tengslum við HM í Rússlandi næsta sumar.

Skjárinn fékk Gumma Ben á láni á EM í Frakklandi. Lýsingar Gumma þar vöktu athygli út um alla heimsbyggðina.

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Við erum að skoða allt sem tengist HM hvað varðar útsendingar, lýsingar og annað slíkt. Við skoðum alla möguleika," sagði Hilmar við Fótbolta.net í dag aðspurður hvort að RÚV hafi skoðað að fá Gumma á láni.

Hilmar og starfsfólk RÚV er byrjað að undirbúa HM á næsta ári.

„Þetta er stærsti íþróttaviðburður sögunnar á Íslandi. Þetta er magnað dæmi. Við ætlum að sinna þessu fyrir þjóðina eins vel og hægt er. Við ætlum að brydda upp á nýjungum og hafa skemmtilega umgjörð í kringum þetta mót. Við erum að skoða alla framleiðslu hér heima og hvað við gerum, sérstaklega í kringum leiki Íslands."

„Við byrjum að hita upp fyrir HM snemma á næsta ári. Þá verðum við með allskonar þætti um HM. Við hittum KSÍ og verðum í samstarfi við þá varðandi aðgengi að liðinu. Þetta helst allt í hendur. Við munum fara í innlenda dagskrárgerð sem tengist íslenska liðinu í aðdraganda HM. Við verðum síðan með starfsfólk úti í Rússlandi á meðan á keppni stendur."


Dregið verður í riðla á HM föstudaginn 1. desember en drátturinn verður í beinni á RÚV.

Sjá einnig:
Twitter - Vill að RÚV fái Gumma Ben á láni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner