Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 21. nóvember 2017 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bose mótið: Stjarnan lagði FH í Kórnum
Máni skoraði sigurmark Stjörnunnar. Hér er hann í leik gegn FH.
Máni skoraði sigurmark Stjörnunnar. Hér er hann í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan 1 - 0 FH
1-0 Máni Austmann Hilmarsson ('90)

Annar leikur Bose mótsins fór fram í kvöld. Tvö af bestu liðum landsins, Stjarnan og FH mættust í Kórnum í Kópavogi.

Leikurinn var sýndur beint á SportTv eins og allir aðrir leikir mótsins. SportTv næst á rás 13 í sjónvarpi símans og 29 í sjónvarpi Vodafone. Þá næst stöðin einnig í gegnum netið þegar horft er hér á landi.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum í kvöld og það gerði Máni Austmann Hilmarsson fyrir Stjörnuna á 90. mínútu. Hann komst einn gegn Vigni Jóhannessyni, markverði FH, og kláraði vel. Áður en hann skoraði höfðu tvö mörk verið dæmd af Stjörnunni.

Bæði lið byrjuðu með sterk byrjunarlið en margir ungir fengu að spila þegar leið á leikinn. Meðal annars Baldur Búi Heimisson, sonur Heimis Guðjónssonar fyrrverandi þjálfara FH.

Ólafur Kristjánsson var að stýa FH í sínum fyrsta mótsleik í dag og Þorsteinn Már Ragnarsson lék í fyrsta sinn fyrir Stjörnuna.

Næstu leikir Bose mótsins eru á mánudaginn í næstu viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner