Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. nóvember 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Brom hefði núna leitað til Tony Pulis
Mynd: Getty Images
„Ef Tony Pulis hefði ekki verið stjórinn, og ef þú værir í fallbaráttu, þá myndirðu leita til Tony Pulis," sagði Paul Merson, sparkspekingur með meiru í umræðuþætti Sky Sports í gær.

Tony Pulis var rekinn frá West Brom í byrjun vikunnar. West Brom hefur ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu en liðið hefur ekki tekist að landa sigri í síðustu 11 leikjum sínum.

Stuðningsmenn liðsins voru orðnir ósáttir og farnir að kalla eftir því að Pulis yrði rekinn; sem gerðist svo að lokum.

Farið var yfir brottrekstur Pulis í umræðuþætti Sky Sports í gær og þar hafði Merson sterkar skoðanir eins og svo oft áður.

„Félagið þarf að fara varlega. Ef þú myndir spyrja mig hvort liðið, West Brom eða Huddersfield myndi enda ofar og Pulis væri enn við stjórnvölin, þá myndi ég alltaf segja West Brom þar sem að Pulis mun alltaf ná að rétta úr kútnum," sagði Merson.

„Ég er ekki viss núna. Ég hef áhyggjur af West Brom."

Sjá einnig:
Megson hefur ekki hugsað um að taka alfarið við af Pulis
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner