Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. nóvember 2017 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yaya Toure: Foden er framtíðin
Foden á ferð og flugi í gær.
Foden á ferð og flugi í gær.
Mynd: Getty Images
Yaya Toure býst við því að Phil Foden muni ná langt á ferli sínum, hann telur að hann sé vonarstjarna framtíðarinnar.

Foden var valinn leikmaður mótsins þegar England varð heimsmeistari U17 liða nýlega.

Foden hefur verið að æfa með aðalliði City síðan hann heillaði Pep Guardiola í æfingaferð á liðnu sumri. Strákurinn spilaði meðal annars æfingaleikinn gegn West Ham sem fram fór á Laugardalsvelli.

Hann kom svo inn á í gær og fékk að spreyta sig í Meistaradeildinni gegn Feyenoord í Meistardeildinni í gær. Já, mikið efni þarna á ferð.

En hversu langt getur hann náð?

„Ef hann heldur áfram hjá City þá verður hann leikmaður í hæsta gæðaflokki. Það er alltaf gott að vera nálægt og læra af frábærum leikmönnum," sagði Toure við heimasíðu Man City.

„Þegar ég var hjá Barcelona, þá lærði ég mikið. Ég var það heppinn að vinna titla vegna leikmannana í kringum mig."

„Það er frábært fyrir hann og er framtíðin."

Sjá einnig:
Líkir besta leikmanni HM U17 við Paul Scholes
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner