Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 22. nóvember 2017 17:56
Elvar Geir Magnússon
Óvíst hver stýrir Sádi-Arabíu á HM - Bauza rekinn
Edgardo Bauza. Rekinn.
Edgardo Bauza. Rekinn.
Mynd: Getty Images
Það er þjálfarakrísa hjá knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu í aðdraganda HM.

Hollendingurinn Bert Van Marwijk náði þeim árangri að koma landsliði Sádi-Arabíu á HM en eftir undankeppnina sigldu viðræður við hann um nýjan samning í strand.

Van Marwijk gerði þá kröfu að búa í Evrópu en forráðamenn knattspyrnusambandsins voru ekki hrifnir af því. Eftir fundi var ljóst að samningar myndu ekki nást og ráða þurfti nýjan þjálfara.

Argentínumaðurinn Edgardo Bauza var þá ráðinn í starfið en forráðamenn knattspyrnusambandsins eru ekki ánægðir með spilamennsku landsliðsins undir hans stjórn.

Bauza var rekinn eftir aðeins um tvo mánuði í starfi. Undir hans stjórn vann Sádi-Arabía sigra gegn Lettlandi (2-0) og Jamaíka (5-2) en tapaði gegn Gana (3-0), Portígal (3-0) og Búlgaríu (1-0).

Óvíst er hver mun stýra Sádi-Arabíu á HM en liðið er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í næstu viku.

Þetta verður fimmta heimsmeistarakeppni Sádi-Arabíu en þjóðin var síðast með 2006.

Sjá einnig:
Hættur með Ástralíu sex dögum eftir að HM sætið var tryggt
Athugasemdir
banner
banner
banner