Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. nóvember 2017 11:00
Ingólfur Sigurðsson
Ian Wright: Özil væri stórkostlegur hjá Man Utd
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Einn besti leikmaður í sögu Arsenal telur Mesut Özil betur borgið hjá Manchester United en hjá fyrrum vinnuveitendum sínum.

Ian Wright, sem nú starfar sem sparkspekingur hjá Sky Sports, segir hæfileika Özil þess eðlis að hann þurfi góða samherja til þess að ná því besta fram í leik sínum.

„Ef Özil fer til liðs sem er jafn vel mannað og Manchester United þá verður hann stórkostlegur,“ segir Wright.

Framtíð Mesut Özil hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið en samningur hans við Arsenal rennur út næsta sumar. Hafa Manchester United og Barcelona á Spáni verið orðuð við Þjóðverjann.

Wright segir leikmannahóp Arsenal ekki nógu góðan til þess að Özil muni ná stöðugleika í spilamennsku sinni.

„Özil er ekki sú týpa af leikmanni sem ber lið á herðum sér.“

Özil átti stórleik í 2-0 sigri Arsenal á Tottenham um síðustu helgi en hann hefur verið gagnrýndur fyrir lítið vinnuframlag það sem af er tímabils.

Wright bendir á að Dele Alli, ein helsta vonarstjarna Englendinga, sé fjarri því að vera jafn góður og þýski heimsmeistarinn.

„Özil ber höfuð og herðar yfir hvern einasta leikmann Tottenham.“

Özil kom til Arsenal frá Real Madrid sumarið 2013 en hann hefur spilað 168 leiki og skorað 33 mörk fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner