Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. nóvember 2017 11:14
Magnús Már Einarsson
Kristinn Steindórs á leið í FH
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson mun ganga í raðir FH á næstu dögum en Vísir greinir frá þessu í dag.

GIF Sundsvall greindi frá því í morgun að félagið hefði náð samkomulagi við Kristinn um að leysa hann undan samningi.

Hinn 27 ára gamli Kristinn er nú á leið í FH en þar er Ólafur Kristjánsson þjálfari. Kristinn lék undir stjórn Ólafs hjá Breiðabliki þegar liðið varð bikarmeistari árið 2009 og Íslandsmeistari 2010.

Annar leikmaður Íslands- og bikarmeistaraliðs Blika, Guðmundur Kristjánsson, ákvað eins og Kristinn að semja við FH og munu þeir báðir spila með Hafnafjarðarliðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Guðmundur er að koma heim eftir að hafa leikið með Start í Noregi undanfarin ár.

FH hefur einnig krækt í Hjört Loga Valgarðsson í haust en hann er að koma heim frá Örebro í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner