fös 24. nóvember 2017 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cantona horfir ekki mikið á leiki Manchester United
Cantona í leik með Manchester United.
Cantona í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Eric Cantona dáist að Jose Mourinho en hefði þrátt fyrir því ekkert á móti því þótt sitt gamla félag, Manchester United, myndi spila eins og Manchester City gerir undir stjórn Pep Guardiola.

Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997 og óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn hjá félaginu.

Cantona er í viðtali hjá BBC í dag þar sem hann ræðir Mourinho, sem er við stjórnvölin hjá United í dag.

„Hann er varnarsinnaður, sem er ekki einkenni Manchester United," sagði Cantona um leikstíl Mourinho.

„Ég kann vel við Mourinho, ég kann vel við persónutöfra hans, hann er mjög snjall og tekur alla og tekur alla pressuna á sig. Ég sagði, áður en hann tók við Manchester United, að ég dýrkaði manninn. En ég dýrka Pep Guardiola líka."

„Báðir eru þeir frábærir en ég er meira fyrir sóknarbolta. Ég spilaði þannig allan minn feril. United er mitt félag, það er í blóðinu mínu. En þegar ég horfi á fótbolta í dag, þá horfi ég frekar á leiki þar sem þú færð meiri sóknarbolta, leiki hjá Barcelona og Real Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner