Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. nóvember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttast að Fellaini sé á förum frá Man Utd
Mourinho og Fellaini í samræðum.
Mourinho og Fellaini í samræðum.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Man Utd, er áhyggjufullur, hann óttast að Maroune Fellaini muni yfirgefa Manchester United næsta sumar.

Samningur Fellaini rennur út næsta sumar og enn hefur samkomulag um nýjan samning ekki náðst.

Hinn 30 ára gamli Fellaini hafnaði samningstilboði Man Utd í september síðastliðnum.

Aðspurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála sagði Mourinho: „Já, það hef ég."

„Ég blanda mér ekki í samningaviðræður, það er á milli leikmannsins og stjórnarinnar. Ég virði bæði leikmanninn og stjórnina. Ég bíð bara og vonast það besta."

Besiktas, Fenerbahce og Galatasaray hafa verið orðuð við Fellaini og í ensku blöðunum í morgun var hann sagður á leið til PSG.

Það er þó ljóst að Mourinho vill halda miðjumanninum sterka enda er Fellaini í miklu uppáhaldi hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner