Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. nóvember 2017 14:08
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Steindórs og Castillion í FH (Staðfest)
Frá undirskrift samnings við Kristinn Steindórsson í dag.
Frá undirskrift samnings við Kristinn Steindórsson í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion voru kynntir sem leikmenn FH á fréttamannafundi í Kaplakrikanum í dag.

Kristinn losnaði í gær undan samningi hjá GIF Sundsvall í Svíþjóð eftir tveggja ára dvöl þar. Hann spilaði síðast í Pepsi-deildinni árið 2011 með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki.

Geoffrey er hollenskur framherji sem skoraði ellefu mörk í sextán leikjum í Pepsi-deildinni með Víkingi R. síðastliðið sumar.

„Við teljum okkur hafa gert vel með því að landa samningum við þessa leikmenn. Við berum miklar væntingar til þeirra sem og allra sem til okkar koma," sagði Jón Rúnar Halldórsson á fréttamannafundi í Kaplakrikanum.

Á fréttamannafundinum var einnig tilkynnt að Actavis verður helsti styrktaraðili FH áfram. Nýr samningur gildir til loka árs 2019.

Castillion kemur til landsins í byrjun janúar en Kristinn var á fundinum. Viðtal við hann kemur inn á Fótbolta.net innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner