fös 24. nóvember 2017 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallgrímur Jónasson: Ekki eins og ég verði að fara heim
Hallgrímur hefur leikið við góðan orðstír hjá Lyngby.
Hallgrímur hefur leikið við góðan orðstír hjá Lyngby.
Mynd: Getty Images
„Eitt er víst að ég ætla mér heim á einhverjum tímapunkti, ég ætla mér að búa á Íslandi og ég ætla mér að spila heima. En ég þori ekki að fullyrða að sá tímapunktur verði núna eða ekki.
„Eitt er víst að ég ætla mér heim á einhverjum tímapunkti, ég ætla mér að búa á Íslandi og ég ætla mér að spila heima. En ég þori ekki að fullyrða að sá tímapunktur verði núna eða ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Samningur minn er búinn í lok júní og ég veit ekki hvar ég verð eftir það," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson er fréttamaður Fótbolta.net heyrði í honum orðið fyrir stuttu.

„Ég mun skoða stöðuna eftir áramót og heyra hvað klúbburinn segir. Síðan mun ég taka ákvörðun þegar ég veit hvort ég fái þann samning sem ég á að fá hérna."

„Þannig liggur landið eins og staðan er núna."

Hallgrímur hefur leikið með Lyngby við góðan orðstír frá því í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið atvinnumennsku frá því hann yfirgaf Keflavík árið 2008 og leikið lengst af í Danmörku. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann sé að snúa aftur heim, en hvað hefur hann sjálfur að segja um það?

„Já, ég mun alveg skoða það eftir áramót," sagði hann aðspurður út í það hvort hann myndi skoða það að koma aftur heim.

„En eins og ég segi er ég ekki kominn í þær hugsanir enda má ég ekki ræða við önnur lið þangað til í janúar. Ég á erfitt með því að svara hvað gerist nákvæmlega fram að áramótum."

Ætlar heim á einhverjum tímapunkti
„Eitt er víst að ég ætla mér heim á einhverjum tímapunkti, ég ætla mér að búa á Íslandi og ég ætla mér að spila heima. En ég þori ekki að fullyrða að sá tímapunktur verði núna eða ekki," sagði Hallgrímur, sem er bara 31 árs gamall.

„Mér líður þannig í líkamanum, og ég er nú bara 31 árs, að ég á nóg eftir. Það er ekkert þannig að ég verði að fara heim eða svoleiðis. Ég mun skoða það í janúar hvernig staðan er."

Fjölskyldan flutt heim
Hann kveðst ánægður í herbúðum Lyngby og er virkilega ánægður í Danmörku þrátt fyrir breyttar aðstæður.

„Ég er mjög ánægður með mína stöðu hjá félaginu. Ég er búinn að búa hérna (Í Danmörku) í sjö ár, það er ekkert nýtt að gerast. Okkur fjölskyldunni hefur alltaf liðið vel hérna, fjölskyldan er reyndar flutt heim núna, hún flutti heim í maí. Þannig að þetta er aðeins öðruvísi, en ég hef alveg nóg fyrir stafni."

Hallgrímur hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu, en hann er allur að koma til.

„Ég meiddist í kálfa og byrjaði of snemma og meiddist aftur. Ég missti af ansi mörgum leikjum, en ég er byrjaður aftur á fullu núna. Það er bara fínt," sagði Hallgrímur að lokum.

Hallgrímur hefur verið orðaður við KA og Þór, en hann er að norðan. Þá eru fjögur efstu lið Pepsi-deildarinnar frá því á síðasta tímabili, Valur, Stjarnan, FH og KR öll áhugasöm um hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner