fös 24. nóvember 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Ekki kenna Alberto um, kennið mér um
Moreno í leiknum gegn Sevilla.
Moreno í leiknum gegn Sevilla.
Mynd: Getty Images
Alberto Moreno átti ekki sitt besta kvöld þegar Liverpool gerði 3-3 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Liverpool var 3-0 yfir í hálfleik, en leikurinn sem fram fór í Andalúsíu endaði með 3-3 jafntefli.

Moreno gerðist sekur um brot sem leiddi til fyrsta mark Sevilla og hann færði Sevilla vítaspyrnu sem Wissam Ben Yedder skoraði úr er hann minnkaði muninn í 3-2. Í kjölfarið var bakvörðurinn tekinn út af.

Moreno var harðlega gagnrýndur eftir leikinn en Jurgen Klopp hefur nú stokkið honum til varnar.

„Ég ræddi við Alberto, þetta var ekki honum að kenna, ég er 100% ábyrgur," sagði Klopp við blaðamenn í dag.

„Já, vítið var á Alberto og aukaspyrnan var á Alberto, en þetta snerist ekki um einn leikmann. Af hverju sendum við ekki boltann til baka í öðru markinu? Hvers vegna var boltinn á milli tveggja leikmanna okkar í síðasta markinu?"

„Kannski hefði ég átt að gera breytingar fyrr. Ég er búinn að segja við hann að ég treysti honum enn 100%"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner