Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. nóvember 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Conte: Klopp einn af betri þjálfurum heims
Conte hefur miklar mætur á kollega sínum hjá Liverpool
Conte hefur miklar mætur á kollega sínum hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Englandsmeistara Chelsea fer fögrum orðum um kollega sinn hjá Liverpool, Jurgen Klopp og segir hann vera einn besti þjálfari heims í dag.

Stjórarnir mæta með lið sín á Anfield, heimavöll Liverpool á morgun í stórleik helgarinnar.

Conte á enn eftir að sigra Klopp en Chelsea tapaði heimaleik sínum gegn Liverpool á síðasta tímabili og gerði jafntefli á Anfield.

Báðir þjálfararnir eru þekktir fyrir að vera líflegir á hliðarlínunni í leikjum liða sinna og verður án efa gaman að fylgjast með þeim á morgun.

„Ég held að við lifum okkur inn í leikina af krafti og ástríðu til þess að reyna hjálpa leikmönnum okkar. Það er mjög erfitt fyrir okkur að sína ekki ástríðu á meðan leik stendur, og fyrir mitt leiti, þá er mjög erfitt að sitja og horfa á leikinn," sagði Conte.

„Ég tel Klopp vera einn af bestu þjálfurum heims," bætti Conte svo við.
Athugasemdir
banner
banner