Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. nóvember 2017 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Klopp: Salah þarf ekkert að sanna gegn Chelsea
Salah hefur verið afar vel af stað í Bítlaborginni
Salah hefur verið afar vel af stað í Bítlaborginni
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að Egyptinn Mohamed Salah þurfi ekkert að sanna þegar hann mætir sínu gamla félagi, Chelsea á morgun.

Salah hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað 14 mörk í 20 leikjum á tímabilinu.

Egyptinn lék í eitt ár með Chelsea árið 2014 en hann náði hins vegar ekki að sanna sig hjá þeim bláu.

„Hann var mjög ungur, í mjög sterku liði og náði ekki að brjóta sig inn í liðið hjá Chelsea. Það gerist oft. Annar leikmaður með svipaða sögu er Kevin De Bruyne og hann er að gera góða hluti núna" sagði Klopp, en Bruyne náði ekki að sanna sig hjá Chelsea, líkt og Salah en er að springa út núna með Manchester City.

„Salah hefur bætt sig helling frá tíma sínum hjá Chelsea, og þá sérstaklega líkamsstyrk sinn. Ég held að hann þurfi ekki að sanna eitt né neitt og ég held að hann horfi ekki þannig á hlutina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner