banner
   fös 24. nóvember 2017 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Unsworth: Everton skuldar stuðningsmönnunum sigur
Gengi Everton hefur verið afleitt á tímabilinu
Gengi Everton hefur verið afleitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
David Unsworth, bráðabirgðastjóri Everton segir að félagið skuldi stuðningsmönnum sínum sigur.

Everton tapaði illa gegn Atalanta í Evrópudeildinni í gær, 5-1 og var Unsworth allt annað en sáttur með leikmenn liðsins.

Unsworth telur hins vegar að leikurinn gegn Southampton á sunnudag verði fullkomið tækifæri fyrir leikmennina til þess að sanna sig fyrir stuðningsmönnunum.

„Ég held að við skuldum stuðningsmönnum Everton alltaf góða frammistöðu. Leikmennirnir vita hvernig tilfinningar ég ber til stuðningsmannanna. Við skuldum þeim sigur," sagði Unsworth.

Ronald Koeman var rekinn sem stjóri félagsins fyrir fimm vikum og hefur Unsworth verið við stjórnvölinn síðan þá. Hann vill fá að taka við félaginu.

„Þetta er frábært starf. Fyrir alla stjóra heimsins, þá er þetta frábært starf. Hver myndi ekki vilja vera stjóri Everton?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner