Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. nóvember 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Keown vill ekki að Özil fari til Barcelona
Özil gæti yfirgefið Arsenal
Özil gæti yfirgefið Arsenal
Mynd: Getty Images
Miklar vangaveltur eru um framtíð Þjóðverjans Mesut Özil, leikmanns Arsenal en hann á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við félagið og hefur verið orðaður við Barcelona.

Einhverjir eru hræddir um að skipti til Barcelona gæti verið skref aftur á bak fyrir Özil, þar sem spilatíminn hans myndi minnka eitthvað.

Einn af þeim er Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal. Hann telur að Özil þurfi að hugsa sig vel og lengi um þessa ákvörðun.

„Hann yrði ekki vond kaup fyrir Barcelona. Horfðu á hverja hann væri að gefa stoðsendingar til; Lionel Messi og Luis Suarez," sagði Keown.

„Næsta skrefið hjá Özil ætti hins vegar að verða leikmaður með svipuð gæði og Messi og Ronaldo. Að fara til Barcelona væri hann að viðurkenna að hann væri í aukahlutverki, en ekki númer eitt."
Athugasemdir
banner
banner