Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. nóvember 2017 21:53
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England: West Ham og Leicester skildu jöfn
David Moyes náði í sitt fyrsta stig sem stjóri West Ham
David Moyes náði í sitt fyrsta stig sem stjóri West Ham
Mynd: Getty Images
West Ham 1 - 1 Leicester City
0-1 Marc Albrighton ('8 )
1-1 Cheikou Kouyate ('45 )

West Ham og Leicester mættust í fyrsta leik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Bæði lið hafa verið í þjálfaraveseni á tímabilinu en bæði lið hafa rekið þjálfara sína. David Moyes tók við West Ham og var hann að stýra sínum öðrum leik.

Þá tók Claude Puel við Leicester eftir að Craig Shakespear var rekinn.

Marc Albrighton kom Leicester yfir strax á áttundu mínútu og virtust Leicester ætla að fara með eins marks forystu í hálfleik.

En undir lok fyrri hálfleiksins jafnaði Cheikou Kouyate leikinn fyrir West Ham.

Hvorugt liðanna náði að skora í seinni hálfleik og stela sigrinum og skildu liðin því jöfn, 1-1.

Leicester fer upp í 11. sæti með stiginu en West Ham er enn í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner