Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Torino skellir sér í grænar treyjur til heiðurs Chapecoense
Belotti skellir sér í græna treyju.
Belotti skellir sér í græna treyju.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Torino á Ítalíu munu leika í grænum treyjum á laugardaginn í leik gegn Atalanta í Seríu A, úrvalsdeildinni á Ítalíu. Torino ætlar með þessu að heiðra og minnast þeirra sem létust þegar brasilíska liðið lenti í flugslysi á leið í leik í fyrra.

Ár er frá slysinu sem varð 29. nóvember í fyrra.

Langflestir leikmenn og starfslið Chapecoense fórust í flugslysinu í Kólumbíu þar sem 71 týndi lífi en liðið var á leið í úrslitaleik í Copa Sudamericana. Flugvélin varð eldsneytislaus.

Hjá Torino þekkja menn það vel að takast á við flugslys. Í maí árið 1949 létust átján leikmenn Torino og þrettán til viðbótar þegar flugvél hrapaði nærri borginni Tórínó á Ítalíu. Liðið var á þessum tíma talið eitt það besta í heimi.

Torino leikur vanalega í vínrauðum treyjum en á laugardag verður brugðið út af vananum og mun liðið leika í grænum treyjum rétt eins og Chapecoense gerir vanalega.

Torino mun líka gera 1500 aukatreyjur í grænum lit og selja. Ágóðinn rennur til fjölskyldna fórnarlamba.



Athugasemdir
banner
banner