Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 29. nóvember 2017 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Átti Mignolet að fá rautt?
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet má telja sig heppinn að vera enn inn á vellinum í leik Stoke og Liverpool sem nú er í gangi.

Mignolet braut af sér undir fyrri hálfleiks. Hann kom út úr teignum og felldi Mame Biram Diouf sem var við það að koma sér í upplagt marktækifæri. Ef Diouf hefði komist fram hjá Mignolet þá hefði hann verið einn á móti markinu!

En Mignolet braut af sér og Diouf var rændur marki. Dómarinn flautaði en gaf þeim belgíska aðeins gult spjald.

Reglubreytingar voru teknar í gegn í fyrra þar sem segir að leikmenn fái ekki rautt spjald ef þeir brjóta af síðasta manni, þ.e.a.s. ef þeir reyna að boltanum. Dómarinn hefur líklega hugsað það þannig að Mignolet hafi reynt að ná boltanum.

Mikið var talað um atvikið á samfélagsmiðlum og eru flestir á því máli að um klárt rautt spjald hafi verið að ræða þarna.

Sjáðu myndband af atvikinu

Hér að neðan er brot af umræðunni.













Athugasemdir
banner
banner
banner
banner