sun 03. desember 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arthur í Barcelona treyju - Engar viðræður í gangi
Arthur þykir spennandi leikmaður.
Arthur þykir spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Arthur Melo, oftast kallaður bara Arthur, þykir mjög spennandi miðjumaður. Hann er 21 árs gamall og er á mála hjá Gremio í heimalandinu, en ekki þykir líklegt að hann verði mikið lengur þar.

Hann hefur verið orðaður við Katalóníustórveldið Barcelona og er væntanlega á leið þangað miðað við myndir á samfélagsmiðlum.

Á myndum sem nú eru í dreifinu sést Arthur klæddur í Barcelona treyju en á myndinni með honum er Robert Fernandez, yfirmanni knattspyrnumála hjá Börsungum.

Arthur og forráðamenn hans funduðu með Fernandez í Porto Alegre fyrir helgi. Þetta hefur umboðsmaður leikmannsins staðfest.

Leikmaðurinn er samningsbundinn Gremio til 2021 og með riftunarverð í samningi sínum upp á 50 milljónir evra. Barcelona þarf að borga þá upphæð til þess að næla í hann.

Arthur fékk treyju frá Barcelona sem hann klæddi sig í (mynd fyrir neðan). Gremio hefur lítinn húmor fyrir þessu og gæti kvartað til FIFA.

Forseti Gremio segir að engar viðræður séu hafnar við Barcelona.





Athugasemdir
banner
banner
banner