Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. desember 2017 16:05
Elvar Geir Magnússon
Segist ekki hafa kúkað í sætið
Callum Mawson.
Callum Mawson.
Mynd: Mirror
Hinn sautján ára Callum Mawson hefur stigið fram og opinberað að hann sé stuðningsmaðurinn sem sakaður var um að hafa kúkað í sætið sitt á leik Sunderland og Reading.

Mawson neitar því alfarið að hann hafi kúkað í sætið.

Hann girti niður um sig í stúkunni en hefur ekki skýringar á því. Hann segist hafa verið gríðarlega drukkinn á leiknum. Hann hafi ekkert borðað um daginn nema súkkulaðimola úr jóladagatalinu sínu. Hann hafi svo fengið sér tólf bjóra og sex áfenga ávaxta cider drykki.

Mawson er ársmiðahafi hjá Sunderland og hefur beðið félagið afsökunar á hegðun sinni í þeirri von að ársmiðinn verði ekki gerður ógildur.

„Ég var svo fullur að ég hlýt að hafa haldið að ég væri á klósetti," segir Mawson.
Athugasemdir
banner
banner