fim 07. desember 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mögulega mótherja ensku liðanna í Meistaradeildinni
Dregið verður á mánudaginn klukkan 11.
Dregið verður á mánudaginn klukkan 11.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Fimm lið frá Englandi verða í pottinum þegar dregið er í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn klukkan 11:00. Aldrei áður hafa svo mörg félög frá einu landi komist á þetta stig.

Þegar dregið verður munu sigurvegarar riðlanna mæta liðum úr öðru sæti. Lið sem eru frá sama landi og lið sem voru saman í riðli geta ekki mæst.

Öll ensku liðin unnu sína riðla, nema Chelsea endaði í öðru sæti. Það er því ljóst að Chelsea mun mæta Paris St-Germain, Barcelona eða Besiktas. Ljóst er að tyrkneska liðið verður óskamótherji Antonio Conte og hans manna.

Stórlið á borð við Bayern München, Juventus og Real Madrid enduðu í öðru sæti í sínum riðlum svo það er ljóst að þú getur mætt hrikalega öflugum andstæðingi þó þú hafir unnið þinn riðil.

Hverja getur Manchester United fengið?
Bayern, Juventus, Sevilla, Shaktar, Porto eða Real Madrid.

En Liverpool?
Basel, Bayern, Juventus, Shakhtar, Porto eða Real Madrid.

En Manchester City?
Basel, Bayern, Juventus, Sevilla, Porto eða Real Madrid.

Hvað með Tottenham?
Basel, Bayern, Juventus, Sevilla, Shakhtar eða Porto.

Sigurvegarar riðlanna eiga seinni leikinn heima. Fyrri leikirnir verða 13.-14. febrúar og 20.-21. febrúar og seinni leikirnir 6.-7. mars og 13.-14. mars.

Sjá einnig:
Innkastið - Ensk yfirtaka í Meistaradeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner