Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. desember 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Malaga fær fyrrum leikmann Arsenal (Staðfest)
Ignasi Miquel í leik með Arsenal.
Ignasi Miquel í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Malaga á Spáni hefur fengið varnarmanninn Ignasi Miquel.

Þessi 25 ára fyrrum leikmaður Barcelona og Arsenal skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning.

Hann verður strax löglegur með Malaga sem nýtti sér neyðarákvæði eftir að vinstri bakvörðuinn Juankar meiddist illa og ljóst að hann spilar ekki meira á tímabilinu.

Ignasi Miquel var fimm ár í La Masia, akademíu Barcelona, en fór svo til Arsenal þar sem hann lék fjórtán leiki.

Hann var lánaður til Leicester og Norwich áður en hann hélt heim til Spánar og gekk í raðir B-deildarliðsins Ponferradina.

Miquel kemur til Malaga frá B-deildarliðinu Lugo þar sem hann hefur leikið lykilhlutverk og er liðið í 2. sæti.

Malaga er í harðri fallbaráttu í La Liga, situr í neðsta sæti og er fjórum stigum frá öruggu sæti.



Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner