fim 07.des 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Coutinho: Veit ekki hvað gerist í janúar
Mynd: NordicPhotos
Philippe Coutinho segist ekki vera viss um hvort hann fari frá Liverpool í janúar eða leiki áfram með félaginu.

Barcelona gerði nokkrar tilraunir til að krækja í Coutinho í sumar en Brasilíumaðurinn óskaði á sama tíma eftir sölu.

„Ég er hjá Liverpool og mun alltaf gera mitt besta þegar ég fæ tækifæri til að spila. Ég mun virða treyjuna og stuðningsmennina," sagði Coutinho eftir að hann skoraði þrennu í 7-0 sigri á Spartak Moskvu í gær.

„Ég veit ekki hvernig framtíðin verður. Hvað gerist í janúar? Við vitum það í janúar. Ég veit ekki hvort það komi tilboð."

„Síðastliðið sumar fékk ég atvinnutilboð á sama hátt og annað starfsfólk og ég hafði áhuga á því. Ég hef spilað af öllu mínu hjarta eftir að ljóst var að ég yrði áfram hér."

„Auðvitað gerðist margt síðastliðið sumar en ég vil alltaf spila og gera mitt besta hvar sem ég er. Það hefur ekki breyst. Ég er hér, við eigum marga leiki framundan og ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa."

Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
banner
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 30. nóvember 14:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
No matches