Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. desember 2017 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Daði missti af drættinum: Held að fólk vanmeti okkur
Mynd: Anna Þonn
Jón Daði Böðvarsson fór í viðtal hjá vefsíðu Reading þar sem hann var spurður út í íslenska landsliðið.

Jón Daði, sem var lykilmaður á Evrópumótinu í Frakklandi, segist hafa misst af riðladrættinum því hann hafi verið í flugvél. Hann líkti biðinni eftir drættinum við biðina eftir að opna jólapakka.

„Ég var í flugvél á leið til Sunderland og missti af drættinum. Ég sá hann samt um leið og ég opnaði símann við lendingu, það var góð tilfinning," sagði Jón Daði.

„Þetta er stór stund fyrir þjóðina. Mér leið eins og krakka sem bíður eftir að opna jólagjafir. Það er fáránlegt að hugsa út í að svona lítil þjóð sé á leiðinni á Heimsmeistaramótið. Það var ótrúlegt afrek að komast til Frakklands og það er ennþá meira afrek að komast til Rússlands.

„Það vantar ekki sjálfstraust í landsliðshópinn og við viljum komast lengra en síðast. Við erum með góða leikmenn og ég held að fólk vanmeti okkur stundum."





Athugasemdir
banner
banner
banner