Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. desember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shearer lætur Klopp heyra það: Kenndu sjálfum þér um
Shearer, sem gerði 30 mörk í 63 landsleikjum fyrir England, starfar sem knattspyrnusérfræðingur hjá BBC í dag.
Shearer, sem gerði 30 mörk í 63 landsleikjum fyrir England, starfar sem knattspyrnusérfræðingur hjá BBC í dag.
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var sár og reiður eftir jafntefli Liverpool gegn Everton um helgina. Klopp átti vandræðaleg viðtöl að leikslokum þar sem hann reyndi að kenna öllum nema sjálfum sér um jafnteflið.

Alan Shearer hefur tekið það á sig að lesa Klopp línurnar og gagnrýnir það harkalega að hann hafi skilið Brassana Philippe Coutinho og Roberto Firmino, sem áttu stórleik gegn Spartak Moskva í miðri viku, á bekknum.

„Þetta er allt kjaftæði, það vissu allir hvernig Everton myndi spila þennan leik og það sáu allir að þetta var vítaspyrna," sagði Shearer á BBC.

„Þegar þú ert að spila við lið sem þú veist að ætlar að leggja rútunni, þá er fáránlegt að skilja mann sem skoraði þrennu í miðri viku á bekknum. Þú setur sóknarmenn á bekkinn þegar þeim gengur illa, ekki þegar þeir setja þrennur!

„Í stað þess að reyna að kenna dómaranum um, kenndu sjálfum þér um. Kenndu leikmönnum um fyrir heimskulegan varnarleik og fyrir að nýta ekki færin til að drepa leikinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner