Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 11. desember 2017 09:17
Magnús Már Einarsson
Orri Sveinn til Sirius á reynslu
Orri Sveinn Stefánsson.
Orri Sveinn Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Orri Sveinn Stefánsson, varnarmaður Fylkis, verður á reynslu hjá Sirius í Svíþjóð í þessari viku en Uppsala Nya Tidning greinir frá þessu í dag.

U21 árs landsliðsmaðurinn Orri var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni í sumar en hann hjálpaði Fylki að vinna deildina.

„Þetta er ekki leikmaður sem við höfum fylgst með fyrir utan það að ég þekki hann. Fjölskylda hans flutti til Svíþjóðar þegar það var kerppa á Islandi fyrir nokkrum árum síðan og bjó hér í fjögur ár. Litli bróðir Orra var þá með syni mínum í bekk," sagði Thomas Lagerlöf þjálfari Sirius.

„Þau fluttu siðan heim til Íslands og þar spilaði hann með liði sem vann næstefstu deild. Hann er í U21 árs landsliðinu og óskaði eftir að koma til okkar til æfinga og sýna sig."

„Við erum í leit að miðverði og það er alltaf spennandi að skoða öfluga miðverði. Hann æfir með okkur í vikunni."


Sirius endaði í sjöunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner