banner
   mán 11. desember 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Laxdal: Vona að Chelsea keyri á Barcelona
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Chelsea höfðu ekki marga möguleika fyrir dráttinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag.

Chelsea endaði í 2. sæti í sínum riðli og gat ekki bætt öðru liði frá Englandi. Barcelona, Besiktas og PSG voru mögulegir mótherjar en Chelsea mætir Barcelona.

„Það var nú ekki mikið annað í boði vegna þess að ensku liðin unnu flest sína riðla," sagði Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar og stuðningsmaður Chelsea.

„Að sleppa við PSG tel ég vera gott þar sem Barcelona eru ekki eins yfirburðalið eins og þeir voru og tel ég miklar möguleika fyrir Chelsea að fara í næstu umferð."

„Kante límir sig á Messi, Hazard og Morata verða í stuði og Cahill á bekkinn. Þá erum við með vinnings formúluna. Ég vona líka bara að Chelsea keyri á þá og láti þá svitna. Ég spái 2-1 á Stamford Bridge og svo 0-2 á Nou Camp,"
sagði Jóhann bjartsýnn.

Leikirnir í 16-liða úrslitum
Juventus - Tottenham
Basel - Manchester City
Porto - Liverpool
Sevilla - Manchester United
Real Madrid - PSG
Shakhtar Donetsk - Roma
Chelsea - Barcelona
Bayern Munchen - Besiktas
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner