Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. desember 2017 14:42
Magnús Már Einarsson
Andri Ólafs hættur - Orðinn aðstoðarþjálfari hjá ÍBV
Andri og Jón Óli fagna bikarmeistaratitlinum.
Andri og Jón Óli fagna bikarmeistaratitlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari ÍBV og er því formlega orðinn hluti af þjálfarateyminu ásamt þeim Jóni Ólafi Daníelssyni og Kristjáni Guðmundssyni.

Andri varð hluti að þjálfarateymi ÍBV síðastliðið tímabil eftir að ljóst var að hann gæti ekki spilað meira vegna meiðsla.

Síðasti leikur Andra var á móti KR á Hásteinsvelli þann 14. júní þar sem hann skoraði jafnframt eitt mark. Það var síðasti leikur hans á ferlinum.

Hinn 32 ára gamli Andri skoraði 30 mörk í 219 leikjum með ÍBV á ferlinum en hann var einnig um stuttan tíma á mála hjá Grindavík og KR.

„Þess má geta að hann óskaði eftir því að vera tekinn af launaskrá eftir að spilamennsku hans lauk svo hægt væri að styrkja liðið enn frekar þegar glugginn myndi opnast. Uppalinn eyjapeyji og er sannarlega með hjartað á réttum stað," segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner