Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. desember 2017 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Óvæntur sigur Torino á Ólympíuleikvanginum
Immobile rekinn útaf þökk sé myndbandstækni
Mynd: Getty Images
Lazio 1 - 3 Torino
0-1 Alejandro Berenguer ('54)
0-2 Tomas Rincon ('64)
1-2 Luis Alberto ('69)
1-3 Simone Edera ('73)
Rautt spjald: Ciro Immobile, Lazio ('45)

Lazio fékk Torino í heimsókn á Ólympíuleikvanginum í Róm og gat jafnað nágrannana í Roma á stigum í 4. sæti með sigri.

Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik. Hálfleiknum lauk með rauðu spjaldi Ciro Immobile, sem hefur gert 15 deildarmörk og lagt 6 upp í 15 leikjum.

Immobile fékk rautt spjald fyrir að veitast að Nicolas Burdisso með því að ýta brjóstkassanum og öxlinni harkalega í hann með þeim afleiðingum að varnarmaðurinn féll til jarðar. Dómarinn notaðist við myndbandstækni til að taka ákvörðunina.

Gestirnir náðu að opna vörn heimamanna verandi manni fleiri og komust í tveggja marka forystu áður en Luis Alberto minnkaði muninn.

Það var Simone Edera sem gerði út um leikinn með þriðja og síðasta marki gestanna á 73. mínútu, aðeins þremur mínútum eftir innkomu af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner