Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. desember 2017 23:35
Ívan Guðjón Baldursson
Salah fær verðlaun frá BBC: Bestur frá Afríku
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hlaut í kvöld verðlaun frá BBC fyrir að vera besti afríski knattspyrnumaður heims.

Salah hefur verið að gera stórkostlega hluti með Liverpool og átti góðan fyrri part árs hjá Roma í ítalska boltanum. Þar að auki hefur hann staðið sig frábærlega með egypska landsliðinu.

Salah kostaði 39 milljónir punda í sumar og er markahæstur í ensku deildinni með 13 mörk. Þá er hann með 6 mörk í Meistaradeildinni.

„Ég vil vinna þessi verðlaun á næsta ári líka. Ég vil verða besti egypski knattspyrnumaður sögunnar. Ég legg mikið á mig og passa mig á því að vera alltaf ég sjálfur," sagði Salah þegar hann fékk verðlaunin afhent.

Salah er 25 ára gamall og hefur gert 32 mörk í 56 landsleikjum og átti stóran þátt í að koma Egyptum á HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner