Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. desember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Potter hefur náð biluðum árangri með Östersund
Mynd: Getty Images
Graham Potter, fyrrverandi varnarmaður Stoke, Southampton og West Brom, er eini enski knattspyrnustjórinn sem er við stjórnvölinn hjá félagi sem er ennþá í evrópukeppni.

Potter og lærisveinar hans mæta Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa endaði í 2. sæti J-riðils á markatölu eftir harða baráttu við Athletic Bilbao um toppsætið.

Umrætt félag er fyrsta sænska félagið til að komast upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar, Östersund.

Östersund endaði með 11 stig í riðli ásamt Athletic Bilbao, Hertha Berlin og FK Zorya. Núna er þó útlit fyrir að gott gengi Östersund taki enda, Arsenal eru nefnilega engin lömb að leika sér við.

Árangur Potter með Östersund takmarkast ekki við Evrópudeildina, því hann tók við félaginu fyrir sex árum þegar það spilaði í fjórðu efstu deild sænska boltans.

Á sex árum tókst manninum að gera D-deildarlið frá Svíþjóð að samkeppnishæfu félagi í Evrópudeildinni.

Östersund vann sænska bikarinn á síðasta tímabili og komst þannig í undankeppni Evrópudeildarinnar, þar sem félagið kom öllum á óvart og sló Galatasaray, Fola Esch og PAOK út til að komast í riðlakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner