banner
   þri 12. desember 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Pogba: Hlustaði á hjartað þegar ég valdi Man Utd
Pogba í leik með United.
Pogba í leik með United.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba hafnaði því að fara til Real Madrid þegar hann ákvað að snúa aftur til Manchester United í upphafi síðasta tímabils.

Pogba var magnaður með Juventus og var svo keyptur aftur til United fyrir 89 milljónir. Hann varð þá dýrasti leikmaður heims.

„Í hreinskilni sagt þá reyndi Real Madrid að fá mig og ég hugsaði út í að fara þangað. Ég var líka að hugsa um að fara til Manchester United," segir franski miðjumaðurinn.

„En hjarta mitt sagði mér að snúa aftur til United. Ég vissi ekki hvað myndi gerast en ég lét slag standa og sé ekki eftir neinu. Ég sé aldrei eftir ákvörðunum mínum," segir Pogba.

Pogba vann deildabikarinn og Evrópudeildina með United á síðasta tímabili. Hann er algjör lykilmaður hjá Rauðu djöflunum og var hans sárt saknað þegar hann missti af tapinu gegn Manchester City síðasta sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner