Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 12. desember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Davíð Rúnar, Gunnar Örvar og Sigurður Marinó í Magna (Staðfest)
Kynntir með stórkostlegu myndbandi
Leikmennirnir eru kynntir til leiks á vélsleðum í myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Leikmennirnir eru kynntir til leiks á vélsleðum í myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Mynd: Magni
Gunnar Örvar fagnar marki með Þór í sumar.
Gunnar Örvar fagnar marki með Þór í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni Grenivík hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Inkasso-deildinni næsta sumar en þeir Davíð Rúnar Bjarnason, Gunnar Örvar Stefánsson og Sigurður Marinó Kristjánsson hafa allir samið við félagið.

Davíð Rúnar er varnarmaður sem kemur til Magna frá KA en þeir Gunnar Örvar og Sigurður Marinó koma frá Þór.

Hinn 26 ára gamli Davíð var fyrirliði KA þegar liðið fór upp úr Inkasso-deildinni árið 2016. Í sumar settu meiðsli strik í reikninginn hjá honum en hann skoraði eitt mark í níu leikjum í Pepsi-deildinni.

Gunnar Örvar varð markakóngur í Inkasso-deildinni 2016 þegar hann skoraði 14 mörk. Í sumar skoraði hinn 22 ára gamli Gunnar sex mörk með Þórsurum.

Sigurður Marinó getur spilað í fremstu stöðunum en hann er uppalinn hjá Þór. Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur allan sinn feril leikið með Þór en hann hefur skorað ellefu mörk í 201 leik í deild og bikar. Sigurður skoraði einnig eftirminnilega þrennu í Evrópuleik gegn Bohemian árið 2012.

Magnamenn enduðu í 2. sæti í 2. deildinni í sumar en þeir kynntu nýjustu leikmenn sína með stórkostlegu myndbandi.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner