Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 12. desember 2017 14:14
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Við fögnuðum ekki of mikið
Mynd: Getty Images
Pep Guadiola, stjóri Manchester City, segir að leikmenn liðsins hafi ekki fagnað of mikið eftir sigurinn á Manchester United um helgina.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var óánægður með hávær fagnaðarlæti City. Mourinho lenti í rifrildi við Ederson markvörð Manchester City og í kjölfarið brutust út læti í leikmannagöngunum.

„Ég er maður sem hvetur menn til að fagna," sagði Guardiola en hann segir ekki rétt að leikmenn City hafi gengið of langt í fagnaðarlátunum.

„Klárlega ekki. Þetta var eins eftir Southampton leikinn. Þá unnum við á 96. mínútu eða eitthvað en við vorum ánægðir. Núna var þetta grannaslagur gegn erkifjendum."

Mjólk var hellt yfir Mourinho í leikmannagöngunum og Mikel Arteta, aðstoðarstjóri City, fékk skurð í andlitið eftir að plastflösku var hent í hann. Enska knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka málið en Guardiola vildi ekki tjá sig nánar um lætin.

„Við skilum yfirlýsingu til enska knattspyrnusambandsins. Ég ætla ekki að tjá mig meira," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner